21.03.2024 21:21

Bjarni Ólafsson AK til sölu

 
 

 

        2909 Bjarni Ólafsson Ak 70 á Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 

 I gærmorgun lét uppsjávarveiðiskipið Bjarni Ólafsson AK úr höfn í Neskaupstað og hélt áleiðis til Akureyrar þar sem það fer í slipp.

Bjarni Ólafsson hefur legið bundinn við bryggju í Norðfjarðarhöfn í rúmlega eitt ár en Síldarvinnslan notaði skipið síðast á loðnuvertíðinni 2023.

Bjarni Ólafsson er nú til sölu. Skipið var smíðað árið 1999 og keypt hingað til lands árið 2015.

Upphaflegur eigandi skipsins hér á landi var útgerðarfélagið Runólfur Hallfreðsson ehf. á Akranesi.

Síldarvinnslan eignaðist meirihluta í Runólfi Hallfreðssyni árið 2016 en síðar voru fyrirtækin sameinuð undir nafni Síldarvinnslunnar.

Þess skal getið að fyrsta skipið í eigu Runólfs Hallfreðssonar ehf. var elsti Börkur sem Síldarvinnslan festi kaup á árið 1966.

Bjarni Ólafsson er um 2.000 tonn að stærð og burðargeta skipsins er tæp 2.000 tonn af kældum afla.

 

 

 

 

 

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 1313
Gestir í dag: 38
Flettingar í gær: 400
Gestir í gær: 25
Samtals flettingar: 1079447
Samtals gestir: 51444
Tölur uppfærðar: 30.12.2024 19:07:24
www.mbl.is